Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hilmar nálgast leiðarenda
Hilmar og Haukur bróðir hans í fulu fjöri. Haraldur Haraldsson þurfti frá að hverfa en hann þurfti að sinna útkalli frá björgunarsveitinni.
Fimmtudagur 12. september 2013 kl. 15:15

Hilmar nálgast leiðarenda

Hilmar Bragi Bárðarson fréttastjóri Víkurfrétta hélt í morgun í mikla göngu. Lagði Hilmar af stað frá HSS í Reykjanesbæ en förinni er heitið á Landsspítalann í Fossvogi. Gangan er farin á þessum tímamótum því í dag eru þrír mánuðir frá því Hilmar Bragi gekkst undir aðgerð á Landsspítalanum. Aðgerð sem bjargaði lífi hans og varð til viðhorfsbreytingar til eigin heilsu.

Nánar má lesa um gönguna hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú er Hilmar staddur við Straumsvík og er kappinn ennþá nokkuð brattur. Þrátt fyrir allar tegundir af veðri þá heldur hann áfram ótrauður en á leiðinni hefur bæði ringt og haglél dunið á göngugörpunum.