Hilmar endurkjörinn formaður Brimfaxa
Hilmar Knútsson var endurkjörinn formaður hestamannafélagsins Brimfaxa í Grindavík á aðalfundi þess í vikunni. Starf félagsins er í miklum blóma er þar ber hæst byggingu reiðhallar.
Stjórn Brimfaxa skipa:
Formaður: Hilmar Knútsson - [email protected]
Gjaldkeri: Styrmir Jóhannsson - [email protected]
Ritari: Ragnar Eðvarðsson - [email protected]
Meðstjórnandi: Steingrímur Pétursson - [email protected]
Meðstjórnandi: Valgerður Valmundsdóttir - [email protected]
Félagsgjöld fyrir árið 2013:
Eldri borgarar: 0 kr. (70 ára og eldri).
Börn: 0 kr. (16 ára og yngri).
Fullorðnir: 8.000 kr. (16 - 70 ára).
Hjón: 12.000 kr. (2 fullorðnir).
Mikil og skemmtileg uppbygging er framundan og margar hendur vinna létt verk. Til að ganga í félagið sendu tölvupóst á netfangið [email protected].