Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hillary hrifin af vetnismálum Íslendinga
Þriðjudagur 24. ágúst 2004 kl. 15:42

Hillary hrifin af vetnismálum Íslendinga

Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi forsetafrú, sem er stödd hér á landi, segist hrifin af því starfi sem Íslendingar hafa unnið í vetnismálum. Hún segir að landið hafi unnið að þróun vetnismála af alvöru og bendir á akstur vetnisstrætisvagna sem dæmi um slíkt. Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins.
Hillary, sem er í för með bandarískri þingnefnd, sagðist hafa átt frábæran fund um vetnismál í Bláa lóninu í hádeginu. Hún sagði ennfremur að Íslendingar og Bandaríkjamenn gætu gert margt í sameiningu og þjóðirnar lært hvor af annarri. Spurð sagðist hún vona að vetni yrði framtíðar orkugjafi í Bandaríkjunum.

Texti: Morgunblaðið á Netinu. Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024