Hildur Óskarsverðlaunahafi ættuð af Vatnsleysuströndinni
Hildur Guðnadóttir, sem í nótt varð fyrst Íslendinga til að hljóta Óskarsverðlaun, er ættuð af Vatnsleysuströndinni. Föðurætt Hildar er frá Landakoti en amma hennar var Dr. Margrét Guðnadóttir sem var fyrst íslenskra kvenna til að öðlast doktorsnafnbót, segir í fésbókarfærslu sem Magnús Hlynur Hreiðarsson birti í morgun.
Hildur hlaut í nótt Óskarsverðlaun fyrir tónlist í kvikmyndinni Joker. Hún hefur verið á sigurgöngu frá því í september sé síðan þá hefur hún unnið Emmy, Golden Globe, Grammy, BAFTA og nú Óskarinn.