Hildur hlaut (H)rós ársins 2003
Samráðshópur um tölvu- og upplýsingamál hefur á undanförnum árum veitt viðurkenningar fyrir upplýsingamál, (H)rós ársins. Þessar viðurkenningar fá starfsmenn eða stofnanir Reykjanesbæjar sem hafa sýnt gott fordæmi í notkun upplýsingatækni.
Hildur Harðardóttir, kennari í Holtaskóla hlaut viðurkenningu ársins 2003 fyrir umsjón tölvu- og upplýsingamála í skólanum og var henni afhent viðurkenningarskjal á síðasta kennarafundi skólaársins. Áður hafa Njarðvíkurskóli og Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar fengið viðurkenningar, en frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Hildur Harðardóttir, kennari í Holtaskóla hlaut viðurkenningu ársins 2003 fyrir umsjón tölvu- og upplýsingamála í skólanum og var henni afhent viðurkenningarskjal á síðasta kennarafundi skólaársins. Áður hafa Njarðvíkurskóli og Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar fengið viðurkenningar, en frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.