Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hildur Gunnarsdóttir vinningshafi í sumarleik Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Vita
Mánudagur 17. ágúst 2009 kl. 11:32

Hildur Gunnarsdóttir vinningshafi í sumarleik Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Vita

Hildur Gunnarsdóttir er annar vinningshafinn í sumarleik flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og ferðaskrifstofunnar Vita og hlaut sólarlandaferð fyrir tvo ásamt 100.000 kr. í erlendum gjaldeyri. Í sumarleiknum eiga allir flugfarþegar á Keflavíkurflugvelli  möguleika á að vinna glæsilegan ferðavinning ásamt gjaldeyri í ferðina. Leikurinn fer þannig fram að ferðalangar sem versla fyrir 5.000 kr. í flugstöðinni  fá einn þátttökumiða, tvo ef þeir versla fyrir 7.000 kr. og þrjá miða ef þeir versla fyrir 10.000 kr.  o. svo frv. Því hærri sem upphæðin er því fleiri þátttökumiðar.
 
Vinningshafi er dreginn út í hverjum mánuði  og stóri vinningurinn í sumarlok – sólarlandaferð fyrir fjóra og 200.000 kr. í gjaldeyri.
 
Á myndinni eru frá vinstri:
 
Björn Guðmundsson markaðsstjóri Vita
Hildur Gunnarsdóttir vinningshafi í sumarleiknum
Arnar Freyr Reynisson markaðsstjóri Keflavíkurflugvallar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024