Hetjunum fagnað í Holtaskóla

Fjölmargir nemendur voru mættir á sal Holtaskóla í morgun til þess að fagna hetjunum sínum sem sigruðu Skólahreysti með glæsibrag í gærkvöldi. Sigurvegararnir voru heiðraðir með blómum og nemendur sungu og fögnuðu ærlega. Víkurfréttir tóku viðtöl við íþróttafólkið og verða þau komin á vefsjónvarp okkar í dag. Einnig munum við setja inn ljósmyndasafn.
Lið Holtaskóla sigraði keppni grunnskólanna í Skólahreysti annað árið í röð en það hefur ekki gerst áður í sögu keppninnar.



 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				