Hestur þingmanns í 2. sæti
Hestur Páls Jóhanns Pálssonar hafnaði í 2. sæti á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins
Nú er nýafstaðið Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Berlín en þar tóku þátt knapar af ýmsum þjóðernum en einungis er keppt á íslenskum hestum. Í samtali við Víkurfréttir fyrir verslunarmannahelgina greindi þingmaðurinn Páll Jóhann Pálsson frá Grindavík, frá því að hestur sem hann og kona hans ræktuðu tæki þátt í Heimsmeistaramóti íslenska hestsins.
Páll, sem er þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, seldi hest sinn til knapa frá Danmörku sem keppti á Helga frá Stafholti. Caroline Poulsen frá Danmörku náði mjög góðum árangri á Helga og hafnaði hún í 2. sæti í ungmennaflokki.