Hestur fældis af vörubílaflautu
Síðdegis á miðvikudag tilkynnti maður er var á hesti og reið norður Garðskagaveg að er hann var kominn rétt norður fyrir Golfskálann í Sandgerði þá var vörubifreið ekið aftan undir hestinn og flautað. Við það fældist hesturinn og tók á rás. Reiðmanninum tókst að halda hestinum og gat róað hann niður. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.
Kl. 14:40 á miðvikudag varð umferðarslys á mótum Skólavegar og Sunnubrautar. Þar hafði 8 ára stúlka hlaupið utan í bifreið sem var á ferð og fallið í götuna. Vegfarandi hlúði að henni þar til lögregla og sjúkralið kom á staðinn. Hún var flutt á Sjúkahúsið í Keflavík þar sem læknir skoðaði hana. Að skoðun lokinni fékk stúlkan að fara heim óslösuð.
Kl. 19:40 á miðvikudagskvöld var tilkynnt til lögreglunnar að starfsmaður Samkaupa í Sandgerði hafi staðið mann, að því að hnupla vöru í versluninni og var búinn að setja vöruna, í vasa sinn er upp komst. Á kvöldvaktinni snjóaði, og var mikið um kvartanir, er unglingar voru að kasta snjóboltum, í bifreiðar á ferð og í glugga á íbúðarhúsum.
Aðfararnótt fimmtudags voru 10 eigendur bifreiða boðaðir með þær í skoðun og kærðir fyrir að mæta ekki með þær í skoðun á tilsettum tíma.