Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hesthús Landsbankans rænt
Fimmtudagur 11. október 2012 kl. 11:36

Hesthús Landsbankans rænt

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú þjófnað og eignaspjöll í hesthúsi í umdæminu. Landsbankinn eignaðist umrætt hesthús á nauðungaruppboði í vor. Nokkru síðar bárust þær upplýsingar til bankans að allt hefði verið hreinsað innan úr því og reyndist það rétt vera þegar eftirlitsmaður með eignum hans  kannaði málið.  Tiltækið var kært til lögreglu í lok síðasta mánaðar. Sá eða þeir sem voru að verki í hesthúsinu eiga yfir höfði sér kæru og skaðabótakröfu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024