Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Fréttir

Hestaspjall í góða veðrinu
Laugardagur 20. nóvember 2004 kl. 13:42

Hestaspjall í góða veðrinu

Þeir virtust kumpánlegir hestarnir sem ljósmyndari Víkurfrétta rakst á við eitt hesthúsanna við Mánagrund í Reykjanesbæ í dag. Létu þeir vel hver að öðrum og virtust hafa eitthvað afar mikilvægt að segja hver öðrum. Virtust þeir hinir ánægðustu með veðráttuna en í dag er mun hlýrra en verið hefur síðustu daga. Frost síðustu 3 daga hefur náð tveggja stafa tölu og án efa hafa hestarnir fundið fyrir kuldanum.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner