Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hestaskítur á göngustíg
Mánudagur 4. maí 2009 kl. 09:49

Hestaskítur á göngustíg


Íbúi í Innri Njarðvík sendi meðfylgjandi myndir til Víkurfrétta nú í morgun til að vekja athygli á annars mjög fínum göngustíg sem liggur meðfram sjónum í Innri Njarðvík. Hins vegar hefur verið mikil umferð vélhjóla eftir göngustígnum, sem ekki á að eiga sér stað. Það nýjasta er svo hestaumferð með meðfylgjandi sóðaskap, eins og sést á myndunum.

Íbúinn, sem sendi okkur myndirnar, vill koma þeim óskum til bæjaryfirvalda að hindra með einhverjum hætti umferð mótorhjóla og fjórhjóla um göngustígana. Ennfremur er skorað á hestamennina sem voru að ríða þarna út fyrir nokkrum dögum að koma og þrífa upp eftir sig skítinn.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024