Hestakerra hafnaði utan vegar
Betur fór en á horfðist þegar hestakerra sem var dregin af fólksbíl fauk út af Reykjanesbraut, rétt við Grindavíkurafleggjara, um hálfníuleytið í morgun. Engin slys urðu á fólki, en kerran skemmdist nokkuð.
Ökumaður var á leiðinni inn að höfuðborgarsvæðinu þegar óhappið átti sér stað, en mjög hvasst hefur verið allt frá því í nótt og er vert að minna vegfarendur á að fara varlega.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Ökumaður var á leiðinni inn að höfuðborgarsvæðinu þegar óhappið átti sér stað, en mjög hvasst hefur verið allt frá því í nótt og er vert að minna vegfarendur á að fara varlega.
VF-mynd/Þorgils Jónsson