Herþoturnar munu fara
Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði að bandarískir embættismenn hafi staðfest við Reuters fréttastofuna að ætlunin sé að flytja síðustu fjórar F-15 orrustuþoturnar frá Íslandi. Þetta hefði mátt gera fyrir tíu árum en hafi ekki verið gert af pólitískum ástæðum. Ísland sé lítið land og skipti hernaðarlega séð ekki máli.
Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Washington, afhendir Bush Bandaríkjaforseta í dag svarbréf Davíðs Oddssonar forsætisráðherra vegna fyrirhugaðra breytinga á varnarliðsstöðinni á Keflavíkurflugvelli.
Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Washington, afhendir Bush Bandaríkjaforseta í dag svarbréf Davíðs Oddssonar forsætisráðherra vegna fyrirhugaðra breytinga á varnarliðsstöðinni á Keflavíkurflugvelli.