Herþota lenti heilu og höldnu í Keflavík
Bandarísk F-15 herþota, sem sinnir loftrýmisgæslu við Ísland, var að lenda heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli. Viðbúnaður hafði verið settur í gang vegna bilunar um borð í vélinni. Einn maður var um borð og vélin var um 5000 pund af eldsneyti.
Víkurfréttir hafa ekki upplýsingar um hvað amaði að um borð í vélinni en útkall barst viðbragðsaðilum á Suðurnesjum rétt fyrir klukkan þrjú, þar sem óskað var eftir viðbúnaði vegna lendingar vélarinnar.