Hert fíkniefnaeftirlit á Keflavíkurflugvelli.
Skv. upplýsingum frá fíkniefnadeild tollgæslunnar kemur fram að tæp 8 kg af hassi hafa verið haldlögð á þessu tímabili, tæp 11 gr af maríjuana, 1,5 kg af Amfetamíni, yfir 100 gr af kókaíni, 661 extacy-tafla og 600 steratöflur. Að sögn Kára Gunnlaugssonar, deildarstjóra fíkniefnadeildar tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli er þetta gríðarleg aukning miðað við næstu átta mánuði á undan, en þá fannst t.d. aðeins 1 kg af hassi, 28 gr af kókaíni og 70 gr af amfetamíni. „Við höfum verið að herða hjá okkur fíkniefnaeftirlit og er þetta aukna magn í samræmi við það, en við erum stöðugt að bæta gæsluna“, sagði Kári, í samtali við Víkurfréttir í dag.Þrátt fyrir þetta mikla magn sem fundist hefur á flugvellinum, má reikna með að það sé aðeins örlítið brot þeirra efna sem smyglað er inn í landið. Talið er að stærstu sendingarnar komi með skipum til landsins og að aðeins um 5% af öllum fíkniefnum sem flutt eru inn í landið finnist við leit tollgæslu og lögreglu.Þó nokkurt magn fíkniefna hefur verið haldlagt af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli frá september 1999 til maí á þessu ári.