Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 24. maí 2000 kl. 18:47

Hert eftirlit með vínveitingastöðum

Lögreglan hefur að undanförnu athugað hvort sjóðsvélar séu notaðar á vínveitingahúsum, eins og lög gera ráð fyrir. Þá hefur komið í ljós að víða er pottur brotinn. Lögreglan hefur margítrekað við eigendur að fylgja notkun sjóðsvéla eftir en viðvaranir hafa verið að engu hafðar. Sl. laugardagskvöld voru menn frá skattayfirvöldum á ferð í Reykjanesbæ og gerðu úttekt á stöðunni, sem var ekki fögur. Allar skýrslur um slík mál eru sendar til Skattstofunnar sem nú rannsakar málið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024