Herstöðin á brott?
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingar-græns framboðs, hefur óskað eftir því að utanríkisráðherra komi til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis og veiti upplýsingar um það hvort herstöðin í Keflavík tengist eða sé ætlað hlutverk í varnarkerfi Bandaríkjamanna. Þá óskar þingmaðurinn eftir því að ráðherra geri grein fyrir stöðunni í viðræðum, eða væntanlegum viðræðum, íslenskra og bandarískra stjórnvalda um umsvif í herstöðinni á Miðnesheiði eftir að núgildandi samkomulag eða bókun þar um, rennur út.