Herrakvöld í Grindavík
Meistaraflokkur Grindavíkur í knattspyrnu heldur sitt árlega herrakvöld í Salthúsinu á föstudaginn og opnar húsið kl. 19. Kvöldið þykir hafa tekist afar vel á undanförnum árum og er nú unnið hörðum höndum að því af leikmönnum meistaraflokks að gera enn betur í ár.
Aðalræðumaður kvöldsins verður hinn sí-gildi Flosi Ólafsson og veislustjóri hinn sí-þreytti Eysteinn Hauksson. Eitthvað verður um forvitnilegar kvikmyndasýningar, happdrættið verður óvenju glæsilegt og uppboðið væntanlega fjörugra en nokkru sinni fyrr,þar sem m.a. verður bókstaflega slegist um áritaðar treyjur nokkurra af mestu knattspyrnusnillingum landsins.
Leynigestur er væntanlegur og auk þess nokkur mögnuð frumsamin skemmtiatriði. Ekki er þó reiknað með að Gummi Bjarna fari úr að ofan að þessu sinni. Miðaverð fyrir þessa skemmtun og máltíð eins og þær gerast bestar á Salthúsinu er kr. 3.900.- og nálgast má miða í vallarhúsinu (því gula) í síma 426-8605 eða hjá leikmönnum meistaraflokks. Miðum fer fækkandi, segir í tilkynningu frá Grindvíkingum.