Herragarðar í Garði
Undirritaður hefur verið samningur milli Garðs og J.G. herragarða ehf um úthlutun 10-12 ha landspildu í landi Gufuskála og Rafnkelsstaða. Þar hyggst fyrirtækið reisa svokallaða herragarða, sem eru skilgreindir sem lóð um 1 ha að stærð og á henni verði einbýlishús og hesthús. Gert er ráð fyrir að byggð verði 12 hús á landinu.