Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hernaðarlegt vægi Íslands úr sögunni?
Laugardagur 19. febrúar 2005 kl. 13:29

Hernaðarlegt vægi Íslands úr sögunni?

Hernaðarlegt mikilvægi Íslands fyrir Bandaríkjamenn, er úr sögunni, segir ítalsk-bandarískur blaðamaður sem hefur sérhæft sig í málefnum Atlantshafsbandalagsins í 30 ár. Hann segir Íslendinga verða að horfast í augu við það. Ríkisútvarpið greinir frá þessu í dag.

Hernaðarlegt mikilvægi Íslands heyrir sögunni til, segir Marino de Medici, ítalsk-amerískur blaðamaður sem er staddur hér á landi ásamt félögum sínum úr Bandaríska blaðamannafélaginu. Hann segir að Íslendingar verði að aðlaga sig að þeim veruleika að hafa verið skildir eftir í hernaðarlegu tilliti, mikilvægi landsins verði aldrei líkt og var í Kalda stríðinu.

Medici segir að við verðum að horfast í augu við það að Ísland sé ekki lengur sá mikilvægi bandamaður sem það var á dögum Kalda stríðsins. Nú sé staðan sú að allar hernaðaraðgerðir beinist að Austur-Asíu og Mið-Austurlöndum.

Medici var í áratugi fréttaritari í Bandaríkjunum fyrir dagblaðið Il Tempo í Róm. Í 30 ár hefur hann sagt fréttir frá Hvíta húsinu og sérhæft sig í málefnum NATO. Medici segir að nú sé Ítalía farin að gegna svipuðu hlutverki og Ísland gerði áður, þar eru bæði herflugvellir og flotastöðvar. Hann segir að athygli Bandaríkjamanna beinist nú öll í austurátt. http://www.ruv.is

Myndin: Víkingasveitarmenn vígbúast á Vatnsleysuströnd. Einu varnir Íslands?  VF-mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024