Hermönnum í Keflavík fækkað um helming?
Ef flugherinn tekur alfarið við rekstri varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli er margt sem bendir til þess að hermönnum á stöðinni fækki um allt að helming. Talsmaður Bandaríkjahers segir á Stöð 2 nú í kvöld að herinn sé ekki á förum frá Íslandi.
Á varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli eru nú í kringum 600 sjóliðar og 700 hermenn úr flughernum. Talið er líklegt að hermönnum á varnarstöðinni muni fækka taki flugherinn við og þá er horft til þess að sjóliðarnir hverfi á braut.
Sendinefnd frá höfuðstöðvum bandaríska flughersins og svæðisstjórn flotans í Evrópu er væntanleg til Íslands í næstu viku þar sem kostir yfirtöku flughersins verða skoðaðir.
Chris Usselman, lautinant, sagði að einn kosturinn sem verið væri að skoða er að færa rekstur varnarstöðvarinnar frá flotanum og yfir á flugherinn. Yfirmenn varnarliðsins hér á landi eru varkárir þegar þeir eru spurðir um breytingar á starfsemi stöðvarinnar, taki flugherinn við en Usselman sagði jafnframt að Íslendingar þurfi ekki að óttast það að bandaríkjaher sé á förum frá landinu.
Yfirtaka flughersins hefur legið lengi í loftinu. Talsmenn varnarliðsins hafa lítið viljað tjá sig og aðeins sagt að sú hugmynd sé ein af mörgum sem séu til skoðunar varðandi breytt hlutverk stöðvarinnar.
Víkurfréttir greindu frá því fyrstar fjölmiðla að flugherinn tæki við Keflavíkurstöðinni: Lesa má fréttina HÉR!
Fréttaskýringu Víkurfrétta undir fyrirsögninni VOPNIN KVÖDD er athyglisvert að lesa í dag í ljósi nýjustu tíðinda. Lesa má fréttaskýringuna HÉR!
Á varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli eru nú í kringum 600 sjóliðar og 700 hermenn úr flughernum. Talið er líklegt að hermönnum á varnarstöðinni muni fækka taki flugherinn við og þá er horft til þess að sjóliðarnir hverfi á braut.
Sendinefnd frá höfuðstöðvum bandaríska flughersins og svæðisstjórn flotans í Evrópu er væntanleg til Íslands í næstu viku þar sem kostir yfirtöku flughersins verða skoðaðir.
Chris Usselman, lautinant, sagði að einn kosturinn sem verið væri að skoða er að færa rekstur varnarstöðvarinnar frá flotanum og yfir á flugherinn. Yfirmenn varnarliðsins hér á landi eru varkárir þegar þeir eru spurðir um breytingar á starfsemi stöðvarinnar, taki flugherinn við en Usselman sagði jafnframt að Íslendingar þurfi ekki að óttast það að bandaríkjaher sé á förum frá landinu.
Yfirtaka flughersins hefur legið lengi í loftinu. Talsmenn varnarliðsins hafa lítið viljað tjá sig og aðeins sagt að sú hugmynd sé ein af mörgum sem séu til skoðunar varðandi breytt hlutverk stöðvarinnar.
Víkurfréttir greindu frá því fyrstar fjölmiðla að flugherinn tæki við Keflavíkurstöðinni: Lesa má fréttina HÉR!
Fréttaskýringu Víkurfrétta undir fyrirsögninni VOPNIN KVÖDD er athyglisvert að lesa í dag í ljósi nýjustu tíðinda. Lesa má fréttaskýringuna HÉR!