Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hermenn gefa fatnað og leikföng
Richard Bystrzycki, hermaðurinn sem kom með hugmyndina, innan um það sem gefið verður.
Þriðjudagur 3. júní 2014 kl. 14:01

Hermenn gefa fatnað og leikföng

- í Baptistakirkjunni á Fitjum.

Eins og mörgum er eflaust kunnugt um sinnir bandaríski herinn um þessar mundir loftrýmisgæslu á landinu á vegum NATO. Þegar Varnarliðið var enn með fasta setu á Suðurnesjum sótti hópur hermanna og fjölskyldna þeirra messur í Baptistakirkjunni á Fitjum í Reykjanesbæ.

Patrekur Vilhjálmsson starfaði sem prestur hjá Varnarliðinu 1990-1992 og starfar núna sem prestur í Baptistakirkjunni. Hann segir nokkra hermenn hafa komið í heimsókn og í messu til sín og lýst yfir ánægju sinni með að sjá að kirkjan var enn opin og fyrir gestrisnina sem Suðurnesjamenn hafa sýnt þeim. „Þeir vildu gera eitthvað fallegt fyrir Suðurnesin og fengu þá hugmynd að gefa íbúum þar föt og leikföng.“

Patrekur segir mikið vera af ungbarnafatnaði, nýjum og notuðum, og eru þau sem þurfa á að halda hvött til þess að nýta tækifærið. „Kirkjan er að Fitjum 4, rétt hjá Bónus. Við verðum í kirkjunni milli kl. 10 og 18 alla vikudaga, eins og alltaf. Allt sem þeir eru að gefa eru frá starfandi hermönnum og fjölskyldum þeirra. Verið hjartanlega velkomin!“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024