Herlögreglumenn á Keflavíkurflugvelli handtóku hermenn sem millilentu þar
Herlögreglumenn á Keflavíkurflugvelli handtóku hermenn, sem voru í C-23 herflugvélum sem millilentu á vellinum í dag á leið frá Miðausturlöndum til Bandaríkjanna.
Fram kom í fréttum Sjónvarpsins að lögreglan hefði handjárnað nokkra hermenn. Þar var haft eftir Friðþór Eydal, blaðafulltrúa varnarliðsins, að herlögreglan hefði haft afskipti af nokkrum hermönnum vegna tiltekins máls. Morgunblaðið greinir frá.
Fram kom í fréttum Sjónvarpsins að lögreglan hefði handjárnað nokkra hermenn. Þar var haft eftir Friðþór Eydal, blaðafulltrúa varnarliðsins, að herlögreglan hefði haft afskipti af nokkrum hermönnum vegna tiltekins máls. Morgunblaðið greinir frá.