Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Herkúlesflugvélar bandaríska þjóðvarðliðsins á Keflavíkurflugvelli
Mánudagur 30. apríl 2007 kl. 21:14

Herkúlesflugvélar bandaríska þjóðvarðliðsins á Keflavíkurflugvelli

Fjöldi herflugvéla og einkaflugvéla hefur jafnan viðkomu á Keflavíkurflugvelli til að taka eldsneyti og hvíla áhafnir á leið austur og vestur um haf. Vorið er tími farfuglanna og herflugvélar Atlantshafsbandalagsríkjanna þá árvissir gestir á leið til æfinga beggja vegna Atlantshafsins eða til enn fjarlægari staða. Bandarískar herflugvélar á leið til og frá Evrópu og Austurlöndum nær eru einnig alltíðir gestir líkt og í tíð varnarliðsins þegar skipt er um flugsveitir í þessum heimshlutum.

Herkúles-flutningaflugvélar bandaríska þjóðvarðliðsins eru tíðir gestir og einnig C-160 Transall flutningaflugvélar Evrópuríkjanna. Þá hafa allmargar flugvélar bandaríska landhersins af gerðinni Beechcraft 200, sem búnar eru fjarskiptaendurvörpum, lagt leið sína um Keflavíkurflugvöll að undanförnu líkt og fyrri ár, og um síðustu helgi höfðu þrjár breskar Tornado-þotur hér viðkomu á æfingaflugi.

Texti og mynd af vef Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar, www.kefairport.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024