Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Herinn hefur starfsemi í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 30. október 2007 kl. 13:17

Herinn hefur starfsemi í Reykjanesbæ

Hjálpræðisherinn hefur hafið starf í Reykjanesbæ, í fyrsta skipti. Hjónin Ester Daníelsdóttir og Wouter van Gooswilligen, sem bæði eru kapteinar, eru flutt til Reykjanesbæjar frá Noregi þar sem þau hafa fengið í verkefni að hefja starf Hjálpræðishersins.


Hjálpræðisherinn hefur starfað í 113 ár á Íslandi, en síðustu 20 árin hefur Herinn á Íslandi aðeins starfað í Reykjavík, á Seltjarnarnesi og á Akureyri. Á fyrri árum var einnig starf á vegum Hersins á Ísafirði, Hafnafirði, Seyðisfirði og Siglufirði.

Að því tilefni verður haldin Gospelhátíð á Vallarheiði í húsi 932 næstkomandi sunnudag. Munu þar fram koma gospelhópurinn Brigaden frá Noregi og hinn nýstofnaði Gospelkór Hjálpræðishersins á Reykjanesinu, Kick.

Einnig mun Herinn taka þátt í guðsþjónustu í Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 11. nóvember, en þá mun 30 manna brasshljómsveit Hjálpræðishersins í Noregi spila. Miriam Óskarsdóttir og barnagospelhópur frá KFUK  munu syngja og ræðumaður verður Wouter van Gooswilligen.

Í tilkynningu segir að Hjálpræðisherinn sé ekki enn kominn með húsnæði í Reykjanesbæ, enn verið er að vinna í málum hvað varðar aðstæður á Vallarheiði þar sem „hinn nýji Her“ mun vera með safnaðarstarf og fjölskyldumiðstöð.

Loftmynd/Oddgeir Karlsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024