Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 2. september 2002 kl. 18:29

Herflugvél nauðlenti í Keflavík fyrir tæpri klukkustund

Engan sakaði þegar bresk herflutningaflugvél með átta manns innanborðs nauðlenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 17:40 í dag. Flugvélin er af gerðinni Lockheed TriStar og var á leið frá Gander á Nýfundnalandi til herflugvallarins Breze Norton í Bretlandi.Þegar hún var stödd u.þ.b. 100 sjómílur suður af Ingólfshöfða, lýsti flugstjórinn yfir neyðarástandi og óskaði eftir að fá að lenda á Keflavíkurflugvelli. Flugmaðurinn tilkynnti um truflanir í rafmagnsbúnaði og torkennilega lykt um borð í flugvélinni. Voru viðeigandi ráðstafanir gerðar á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Flugmálastjórn Íslands sem birtisti á vef Morgunblaðsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024