Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hérastubbur bakari í Grindavík lokar
Sigurður Hérastubbur horfir hér á eitt af síðustu vínarbrauðunum í bili alla vega. VF/sdd.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 29. maí 2024 kl. 09:29

Hérastubbur bakari í Grindavík lokar

„Það er erfitt að reka bakarí ef ekkert fólk er í bænum, ég neyðist því til að loka en vonandi ekki varanlega,“ segir Hérastubbur bakari, Sigurður Enoksson en hann hefur barist baki brotnu í allan vetur að halda bakaríinu sínu opnu en hefur nú kastað handklæðinu inn í hringinn.

Blaðamaður tók hús á Sigga fyrir ekki svo löngu og þá var baráttuhugur í honum en þó viðurkenndi hann þá að þrekið væri að minnka.

„Við erum búin að opna nokkrum sinnum í vetur en jafnharðan slegin niður aftur. Við erum búin að hafa opið núna í einhverjar vikur en það er enginn í bænum, það eru í raun yfirvöld sem eru að ýta okkur út í þessa ákvörðun. Í stað þess að spara líklega um 100 milljónir á mánuði með því að hætta með þessa tilgangslausu lokunarpósta og opna bæinn, er mér og öðrum atvinnurekendum í raun bara ýtt út í svona ömurlega ákvörðun. Ég bind vonir við nýju framkvæmdanefndina sem tekur til starfa 1. júní og það er ljóst í mínum huga að ef að þessu verður ekki breytt hið snarasta, mun Grindavík halda áfram að blæða og við vitum hvað gerist ef blæðing er ekki stöðvuð,“ sagði Siggi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024