Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Heræfingar í Helguvík: Varðskip, bátar og þyrla
Miðvikudagur 8. júní 2011 kl. 17:27

Heræfingar í Helguvík: Varðskip, bátar og þyrla

Varnaræfingin Norður Víkingur er haldin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, dagana 6.-10 júní 2011. Í dag var æfing hjá sprengjusveit frá norska, danska og ítalska hernum þar sem varðskipið Sortlnad frá norsku landhelgisgæslunni lagði í höfn í Helguvík auk þess sem danska varðskipið Vædderern lág rétt fyrir utan Helguvík með björgunarþyrlu um borð. Þyrlan sveif yfir svæðinu og léttabátar sigldu um sæinn. Markmið æfinganna var að samræma þætti varðskipana og verkefni í lofti auk samþættingu liðsafla en rúmlega 400 manns frá Bandaríkjunum, Ítalíu, Noregi og Danmörku koma að æfingunni þetta árið.









VF-Myndir/Eyþór Sæmundsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024