Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hér sérð þú nýjustu Víkurfréttir
Fimmtudagur 4. maí 2017 kl. 09:56

Hér sérð þú nýjustu Víkurfréttir

- Dreifing Víkurfrétta fer fram á fimmtudögum og föstudögum

Víkurfréttir koma út í dag, fimmtudaginn 4. maí. Blað vikunnar er 28 síður og þar kennir ýmissra grasa. Fjallað er um sumarráðningar fyrirtækja við Keflavíkurflugvöll og þá er rætt við Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóra Keilis, í tilefni af 10 ára afmæli Keilis, sem er í dag.
 
Í blaðinu er viðtal við Helga Arnarson, fræðslustjóra í Reykjanesbæ, um fjölgun í bæjarfélaginu sem kallar á fleiri skóla. Einnig er viðtal við stríðsmann úr Vogum sem berst við krabbamein með jákvæðnina að vopni. Þá er fjölbreytt mannlíf í blaðinu og fréttir af ýmsum málum.
 
Breytingar hafa orðið á dreifingu hjá Póstinum þannig að ekki er boðið upp á aldreifingu á Suðurnesjum á fimmtudögum og því verður Víkurfréttum dreift á hluta svæðisins í dag og restinni á morgun. Kerfið verður þannig að þeir sem fá blaðið í dag, fimmtudag, munu fá blaðið á föstudegi í næstu viku og þeir sem fá blaðið á morgun, föstudag, fá blaðið á fimmtudegi í næstu viku. Þannig verður þetta þar til annað verður ákveðið.
 
 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024