Hér má spara milljónir - með því að hafa slökkt á daginn
Vegfarandi um Reykjanesbraut hafði samband við Víkurfréttir rétt í þessu og benti á að Vegagerðin gæti örugglega sparað milljónir króna með því að hafa slökkt á lýsingu á Reykjanesbrautinni með því að hafa slökkt á staurunum þegar bjart er úti.
Nú loga ljós á staurum ofan við byggðina í Reykjanesbæ og því til staðfestingar er mynd sem tekin var fyrir fáeinum mínútum. Í baksýn má sjá reykjarbólstur frá Keflavíkurflugvelli þar sem slökkviliðsmenn voru við æfingar.