Hér má nálgast skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
- Sérstakur kafli um Sparisjóðinn í Keflavík
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsök erfiðleika og falls sparisjóðanna hefur nú verið gerð opinber en hana má nálgast í heild sinni á vefsíðu Alþingis.
Rannsóknarnefndin var skipuð í ágúst 2011 og hefur skýrslan nú fengið að líta dagsins ljós eftir nokkuð lengri tíma en áætlað var að gerð hennar tæki, en upphaflega var talað um að níu mánuði tæki að vinna skýrsluna. Kostnaður við vinnu hennar er talinn nema um 600 milljónum króna.
Sérstakur kafli er um þátt Sparisjóðsins í Keflavík í skýrslunni en þar er m.a. farið yfir; ársreikninga 2001–2010, úttlán, útlánareglur og lánveitingar, fjáreignir og fjárfestingar, fjármögnun, eignarhald, fjárhagsleg endurskipulagning og innra eftirlit.
Umfjöllun um Sparisjóð Keflavíkur