Hér lestu Víkurfréttir í dag
Prentútgáfa Víkurfrétta þessa vikuna er orðin aðgengileg í stafrænu formi hér á vf.is. Blaðið er 24 síður. Í blaðinu er ítarleg umræða um hjúkrunarheimilið að Nesvöllum. Einnig er sagt frá handhöfum Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar 2013 og rætt við Gunnar Þór Jónsson, fv. skólastjóra, sem nú kennir börnum á leikskóla skrift.
Viðtal er við fjölskyldu úr Reykjanesbæ sem lætur drauma sína rætast í Noregi. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra svarar spurningum til þingmanna og sagt er frá 60 ára afmæli Krabbameinsfélags Suðurnesja. Í blaðinu er viðtal við nýjan aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Bjarney Annelsdóttir hefur verið ráðin í þá stöðu. Kristján Ásmundsson skólameistari FS er einnig í viðtali í blaðinu.
Þar er einnig Björgvin Ívar Baldursson sem er bálskotinn í Taylor Swift. Ásdís Björk Kristinsdóttir kokkar fram Snikkersköku og FS-ingur vikunnar segir allar joggingbuxur vera góðar. Þá er Pálína Gunnlaugsdóttir körfuknattleikskona í viðtali.