Hér eru Víkurfréttir vikunnar
Víkurfréttir eru komnar út. Blaðið er fjölbreytt að vanda en meðal annars heimsækjum við veitingahúsið Bryggjuna í Grindavík sem er sagt vera með eina bestu humarsúpu heims. Solla í Nýmynd er einnig í viðtali í blaðinu en hún er að leggja myndavélinni eftir hálfrar aldar samstarf. Við segjum frá eigendaskiptum á húsgagnaversluninni Bústoð í Keflavík og fjölmargt annað rekur á fjörur lesenda í þessari viku
Rafræna útgáfu Víkurfrétta má sjá hér að neðan en prentaðri útgáfu verður dreift á alla okkar dreifingarstaði á miðvikudagsmorgun.