Hér eru Víkurfréttir vikunnar - troðfullar af efni!
Áttræður smiður hjá Sparra og Ingó á Langbest eru viðmælendur Víkurfrétta í þessari viku. Við tölum einnig við kaupmennina í Kosti í Njarðvík og Einar Lárus Ragnarsson sem smyr og selur snittur á Spáni.
Í blaði vikunnar er myndarleg umfjöllun um íþróttir að vanda. Einnig aflafréttir og fastir liðir eins og Lokaorð og menntapistill. Þá er troðfullt blað af fréttum, því það er nóg um að vera í öllum sveitarfélögum Suðurnesja þessa dagana.
Víkurfréttum verður dreift á dreifingarstaði blaðsins á Suðurnesjum fyrir hádegi á morgun, miðvikudag.