Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hér er listinn yfir götur í Grindavík fyrir verðmætabjörgun
Mánudagur 13. nóvember 2023 kl. 12:00

Hér er listinn yfir götur í Grindavík fyrir verðmætabjörgun

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa íbúum inn í Grindavík með skipulögðum hætti.

Íbúar og fyrirtæki við þessar götur var boðið að senda fulltrúa í morgun til að sækja nauðsynjar:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurhóp
Norðurhóp
Vesturhóp
Hópsbraut
Suðurhóp
Efrahóp
Austurhóp
Miðhóp
Stamphólsvegur
Víðigerði
Austurvegur
Mánagata
Mánasund
Mánagerði
Túngata
Arnarhlíð
Akur
Steinar
Marargata

Fyrirtæki við:

Hafnargötu
Seljabót
Miðgarð
Ránargötu
Ægisgötu (sunnan við Seljabót)
Garðsvegur
Verbraut
Víkurbraut
Hafnarsvæðið

Íbúar eftirfarandi svæða mega gefa sig fram á MÓT við Suðurstrandarveg kl. 13:00 í dag:

Skipastígur
Árnastígur
Glæsivellir
Ásvellir
Sólvellir
Blómsturvellir
Baðsvellir
Gerðavellir
Selsvellir
Litluvellir
Hólavellir
Höskuldavellir
Gerðavellir
Iðavellir
Efstahraun
Heiðarhraun
Hvassahraun
Staðarhraun
Borgarhraun
Arnarhraun
Víkurbraut

Það þarf að koma um Suðurstrandarveg að austan til Grindavíkur að söfnunarstað. Þar fer fram upplýsingataka og skráning, ásamt því að fólk fær frekari leiðbeiningar. Frá söfnunarstað verður ekið í bílum viðbragðsaðila inn í bæinn.

Heimild til þess að fara inn í bæinn er ábyrgðarhluti og ekki léttvæg ákvörðun og þýðir alls ekki að svæðið sé að öðru leyti opið fyrir umferð. Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglunnar.

Til athugunar fyrir íbúana

Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara
Aðeins verður leyfi fyrir einn aðila að fara inn á svæðið, fyrir hvert heimili
Skráið niður lista yfir það sem þið hyggist sækja áður en lagt er af stað
Munið eftir húslykli
Búr fyrir gæludýr ef þörf er á
Poka eða annað undir muni
Íbúar hafa stuttan tíma inni á heimilinu.
Þau sem fara mega ekki vera með bráðaofnæmi fyrir dýrum því það verða gæludýr með í för í bakaleiðinni.
Þetta er eingöngu til þess sækja mjög mikilvæga hluti s.s. gæludýr, lífsnauðsynleg lyf, hugsanlega vegabréf eða aðra ómissandi hluti fyrir heimilisfólk
Heimilt verður að keyra ökutæki sem skilin voru eftir við rýmingu, út af svæðinu frá Grindavík, en eingöngu í fylgd viðbragðsaðila

Ítrekað er að þetta er ekki léttvæg ákvörðun. Þessu fylgir áhætta og því mjög mikilvægt að allir sem henni koma hlýði vandlega öllum fyrirmælum lögreglu sem stýrir þessari aðgerð og virði tímamörk sem verða sett.