Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hér er líklegast að eldgos verði
„Eins og áður eru það innan eldrauðu svæðanna sem líklegast er að eldgos verði,“ segir á síðu Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands.
Föstudagur 26. febrúar 2021 kl. 21:02

Hér er líklegast að eldgos verði

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur verið að skoða eldgosavá á Reykjanesskaga frá því 2001 og leitað lausna við að meta slíka vá. Eftir skjálftahrinurnar í dag hefur eldsuppkomuspáin tekið breytingum.

Miðað við skjálfta frá hádegi í gær, fimmtudag, fram til kl 17 í dag, föstudag er spáin samkvæmt myndinni sem birtist með fréttinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Eins og áður eru það innan eldrauðu svæðanna sem líklegast er að eldgos verði. Miðað við fyrri póst okkar hefur orðið mikil breyting á spákortinu. Líklegustu svæðin eru komi að Trölladyngju. Enn og aftur þá er spákortið byggt á undirliggjandi rannsóknum á Reykjanesi að viðbættum þeim atburðum er áttu sér stað í dag. Næsta skref er að keyra hraunhermilíkön og sjá hvar hraun munu helst renna ef til eldgoss kemur. Sumsé þegar það er klárt kemur það hér inn,“ segir í færslu á Facebook-síðu Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands.

Hér má sjá vinnu hópsins.