Páll Ketilsson skrifar
					þriðjudaginn 14. desember 2021 kl. 11:55
				  
				Heppinn Njarðvíkingur fékk 2 milljónir kr. fyrir 13 rétta
				
				
				Einn stuðningsmaður Ungmennafélags Njarðvíkur fékk 13 rétta á enska getraunaseðlinum síðasta laugardag. Hann fékk rúmar 2 milljónir króna í sinn hlut en tveir aðrir voru með 13 rétta. Njarðvíkingurinn keypti seðil með 3  tvítryggðum og 2 þrítryggðum leikjum sem kostaði 1.080 krónur.