Laugardagur 13. ágúst 2005 kl. 10:51
Hentu áhaldi til kannabisneyslu úr bíl fyrir framan lögreglu
Snemma í morgun hafði lögregla afskipti af ökumanni og farþega í bifreið. Ástæðan var sú að úr bifreiðinni var hent áhald til kannabisneyslu. Aðilarnir voru handteknir og við leit á þeim fannst smávægilegt magn kannabisefna. Eftir skýrslutöku voru þessir aðilar frjálsir ferða sinna.