Henti leirtaui í nágrannaerjum
Talsvert var um útköll vegna hávaða í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Í einu tilvika snérist málið um karlmann og konu sem deildu hart, en þau eru nágrannar. Þung orð voru látin falla sem leiddu til þess að konan henti fram í sameign nánast öllu leirtaui sem hún átti. Lögregla róaði fólkið og benti því á að ræða við leigusala sinn.
Þá var nokkuð um gleðskap í heimahúsum, þar sem menn höfðu tilhneigingu til að stilla hljómflutningstæki sín það hátt að nágrönnum var ami að. Sumum lá að auki hátt rómur. Lögregla ræddi viðviðkomandi og skildu menn í öllum tilvikum í sátt og samlyndi.