Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 12. mars 2003 kl. 15:45

Hélt hún væri með gilt ökuskírteini

Tvítug kona var dæmd í 60.000 króna sekt í ríkissjóð fyrir að aka bifreið svipt ökurétti í Keflavík í haust. Hún taldi sig hafa ökuréttindi þann dag og að svipting ökuréttar vegna annars umferðarlagabrots hafi ekki átt að taka gildi fyrr en í lok hans. Konan játaði að hafa ekið bifreið umræddan dag en taldi það refsilausan verknað. Samdægurs hafði hún gert lögreglusátt þar sem hún undirgekkst að greiða 105.000 krónur í sekt og að verða svipt ökuréttindum í 12 mánuði vegna umferðarlagabrots. Í sáttinni sagði að svipting ökuréttar gilti frá 27. september 2002 og taldi konan það þýða að hún hefði réttindi til loka þess dags. Dómari við Héraðsdóms Reykjaness segir hins vegar að eðli málsins samkvæmt yrði að telja að svipting gilti frá þeirri stundu er konan undirritaði sáttina. Auk sektarinnar var konan dæmd til að borga 25.000 krónu málsvarnarlaun verjanda síns, segir á vef mbl.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024