Helmingur VL-starfsmanna af Suðurnesjum hafa fengið vinnu
Tæplega helmingur starfsmanna Varnarliðsins sem búsettur er á Suðurnesjum hefur þegar gengið til annarra starfa þegar 7 vikur eru til loka uppsagnarfrests.
Í lok mars á þessu ári voru 593 starfandi hjá Varnarliðinu en 427 voru búsettir á Suðurnesjum. Í dag eru um 230 starfsmenn Varnarliðsins frá Suðurnesjum ennþá á launaskrá Varnarliðsins en 217 hafa gengið til annarra starfa.
Af þeim sem enn eru á launaskrá eru 20 starfsmenn 67 ára og eldri og 66 starfsmenn eru á aldrinum 60-66 ára. Í hópnum sem enn er að störfum eru um 100 iðnaðarstörf og 80 skrifstofustörf.
Ráðgjafarstofa fyrir starfsmenn Varnarliðsins sem opnuð var að tilstuðlan Reykjanesbæjar og starfsgreinafélaga á svæðinu hefur haft milligöngu um ókeypis námskeið fyrir tæplega 300 starfsmenn. Rúmlega 90 starfsmenn hafa þegið einstaklingsbundna ráðgjöf hjá starfsmanni Ráðgjafarstofunnar. Um 400 starfsmenn hafa haft samband við stofuna varðandi einhvers konar upplýsingagjöf.
Rúmlega 60 fyrirtæki og stofnanir hafa óskað eftir aðstoð við leit að starfsfólki og eru nú 68 störf í boði hjá Ráðgjafarstofunni auk auglýsinga fyrirtækja í staðarblöðum þar sem auglýstar eru að meðaltali 10 stöður í hverri viku!
Mest er eftirspurn eftir iðnaðarmönnum, bílstjórum og ófaglærðum en minnst eftir skrifstofufólki.
Í lok mars á þessu ári voru 593 starfandi hjá Varnarliðinu en 427 voru búsettir á Suðurnesjum. Í dag eru um 230 starfsmenn Varnarliðsins frá Suðurnesjum ennþá á launaskrá Varnarliðsins en 217 hafa gengið til annarra starfa.
Af þeim sem enn eru á launaskrá eru 20 starfsmenn 67 ára og eldri og 66 starfsmenn eru á aldrinum 60-66 ára. Í hópnum sem enn er að störfum eru um 100 iðnaðarstörf og 80 skrifstofustörf.
Ráðgjafarstofa fyrir starfsmenn Varnarliðsins sem opnuð var að tilstuðlan Reykjanesbæjar og starfsgreinafélaga á svæðinu hefur haft milligöngu um ókeypis námskeið fyrir tæplega 300 starfsmenn. Rúmlega 90 starfsmenn hafa þegið einstaklingsbundna ráðgjöf hjá starfsmanni Ráðgjafarstofunnar. Um 400 starfsmenn hafa haft samband við stofuna varðandi einhvers konar upplýsingagjöf.
Rúmlega 60 fyrirtæki og stofnanir hafa óskað eftir aðstoð við leit að starfsfólki og eru nú 68 störf í boði hjá Ráðgjafarstofunni auk auglýsinga fyrirtækja í staðarblöðum þar sem auglýstar eru að meðaltali 10 stöður í hverri viku!
Mest er eftirspurn eftir iðnaðarmönnum, bílstjórum og ófaglærðum en minnst eftir skrifstofufólki.