Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hellur fjarlægðar á Hafnargötunni og malbikað
Föstudagur 18. júní 2021 kl. 07:08

Hellur fjarlægðar á Hafnargötunni og malbikað

Ein þekktasta gata á Suðurnesjum, Hafnargatan í Keflavík, verður lagfærð þar sem ástand hennar er verst, kaflinn milli Tjarnargötu og Skólavegar.

Að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar hjá Reykjanesbæ er nauðsynlegt að loka þessum kafla fyrir bílaumferð á meðan framkvæmdum stendur. Mánudaginn 21. júní verður farið í efri hluta kaflans og svo seinni hlutann þann 28. júní. Báðir kaflarnir verða fullbúnir og klárir fyrir umferð mánudaginn 12. júlí. Hellur verða fjarlægðar og gatan malbikuð milli rennusteina. Hellulagði kaflinn við Ránargötu heldur sér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mánudaginn 21. júní verður farið í efri hluta götunnar (rautt) og svo seinni hlutann (blátt) þann 28. júní.