Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hellulögn við Hafnargötu endurnýjuð
Mánudagur 6. júní 2011 kl. 13:45

Hellulögn við Hafnargötu endurnýjuð

Í dag var Hafnargötu lokað milli Skólavegar og Tjarnargötu. Framundan eru endurbætur á hellulögn við gatnamót Hafnargötu og Ránargötu.
Hellur á þessum gatnamótum eru orðnar mjög slitnar en átta ár eru síðan Hafnargatan var endurnýjuð á þessum slóðum.

Gert er ráð fyrir að endurbótum verði lokið þann 16. júní nk. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar framkvæmdir hófust nú eftir hádegið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson