Hellulögn við Hafnargötu endurnýjuð
Í dag var Hafnargötu lokað milli Skólavegar og Tjarnargötu. Framundan eru endurbætur á hellulögn við gatnamót Hafnargötu og Ránargötu.
Hellur á þessum gatnamótum eru orðnar mjög slitnar en átta ár eru síðan Hafnargatan var endurnýjuð á þessum slóðum.
Gert er ráð fyrir að endurbótum verði lokið þann 16. júní nk. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar framkvæmdir hófust nú eftir hádegið.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson