Helguvík og Krísuvík skjálfa
Jarðskjálfta varð vart á Reykjanesi í gærkvöldi og nótt. Í gærkvöldi varð skjálfti í Helguvík sem mældist 1,8 á Richter um kl. 23 í gærkvöldi.
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að þrír skjálftar urðu vestur af Krísuvík á Reykjanesi á öðrum tímanum í nótt, sá stærsti 1,9 á Richter og hinir tveir 1,8 á Richter.
Tveir skjálftar urðu síðan um kl. 16 í gærdag vestur af Krísuvík en þeir mældust 1,9 á Richter.