Helgin róleg hjá lögreglu
Helgin var mjög róleg hjá lögreglunni í Keflavík og sagði varðstjóri á vakt í morgun að mjög lítið hafi verið að gera. Þó voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur og einn ökumaður sem stöðvaður var í Garðinum er grunaður um ölvun við akstur.






