Helgin frekar róleg
Að sögn Karls Hermannssonar, aðstoðarlögregluþjóns í Keflavík var síðasta helgi frekar róleg og lítð bar á ölvun.
Tvær líkamsárásir voru kærðar en báðar áttu sér stað fyrir utan skemmtistaði, önnur á laugardagsmorgun en hin á sunnudagsmorgun.
Sex minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu frá síðasta miðvikudag. Einungis tveir voru teknir fyrir ölvun við akstur en 19 fyrir of hraðan akstur. Þar af voru tveir innanbæjar.
Á miðvikudag varð árekstur tveggja bíla við Aðalgötu. Bíl var ekið suður Suðurvelli í veg fyrir bíl á Aðalgötu. Á föstudag barst lögreglu tilkynning um að kona hefði stigið í hver á hverasvæðinu á Reykjanesi. Hún hlaut þriðja stigs brunasár á fæti. Lögreglan skoðar nú hvort merkingum við hverasvæðið sé átbótavant. Aðfaranótt mánudags réðst maður á leigubílstjóra í Keflavík. Maður hafði á brott með sér veski með 10-12 þús. krónum. Veskið fannst með öllum peningum en nokkrar skemmdir voru unnar á bílnum.
Tvær líkamsárásir voru kærðar en báðar áttu sér stað fyrir utan skemmtistaði, önnur á laugardagsmorgun en hin á sunnudagsmorgun.
Sex minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu frá síðasta miðvikudag. Einungis tveir voru teknir fyrir ölvun við akstur en 19 fyrir of hraðan akstur. Þar af voru tveir innanbæjar.
Á miðvikudag varð árekstur tveggja bíla við Aðalgötu. Bíl var ekið suður Suðurvelli í veg fyrir bíl á Aðalgötu. Á föstudag barst lögreglu tilkynning um að kona hefði stigið í hver á hverasvæðinu á Reykjanesi. Hún hlaut þriðja stigs brunasár á fæti. Lögreglan skoðar nú hvort merkingum við hverasvæðið sé átbótavant. Aðfaranótt mánudags réðst maður á leigubílstjóra í Keflavík. Maður hafði á brott með sér veski með 10-12 þús. krónum. Veskið fannst með öllum peningum en nokkrar skemmdir voru unnar á bílnum.