Helgin byrjar með bleytu
 Klukkan 6 var suðaustanátt, 10-15 m/s suðvestanlands, en annars hægari. Skúrir eða dálítil rigning sunnan- og vestanlands, en annars skýjað og þurrt að kalla. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast fyrir norðan.
Klukkan 6 var suðaustanátt, 10-15 m/s suðvestanlands, en annars hægari. Skúrir eða dálítil rigning sunnan- og vestanlands, en annars skýjað og þurrt að kalla. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast fyrir norðan. Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðaustan 10-18 m/s og skúrir eða rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en annars hægari og þurrt að kalla. Dregur heldur úr vindi í kvöld og nótt. Suðaustan og sunnan 5-10 og skúrir sunnan- og vestanlands á morgun, en annars hægari og víða bjartviðri. Hiti víða 15 til 20 stig norðan- og norðaustanlands, en annars 10 til 15 stig.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				