Föstudagur 18. júní 2004 kl. 16:55
Helgi útskrifaður af gjörgæslu
Grindvíkingurinn Helgi Einar Harðarson hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild Sahlgrenska-sjúkrahúsins í Gautaborg. Þar hefur hann verið allt frá því að hann gekkst undir hjarta- og nýrnaígræðslu sl. mánudag sem tók heilar 10 klukkustundir.
Helgi er laus úr öndunarvél og líður vel eftir atvikum.