Helgi tekur við fræðslusviði Reykjanesbæjar
Helgi Arnarson hefur verið sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar.
Helgi er með meistaragráðu í menntunarfræði frá háskólanum í Edinborg, diplóma í uppeldis og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun auk íþróttakennaraprófs. Helgi var kennari um sex ára skeið og hefur starfað sem skólastjóri síðan 1998. Fyrst í Grunnskólanum á Blönduósi en í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði síðan 2006.